Í kringum Vesturbæjarlaug er svæði sem lítið er nýtt. Með því að taka það svæði inn fyrir veggi/girðingu Vesturbæjarlaugar, myndi skapast stórt leiksvæði fyrir sundgesti, bæði unga sem aldna. Hægt væri að koma upp tækjum fyrir líkamsþjálfun, mínígolfi og fleiri tegundum af pottum og vaðlaugum.
Ég er ekki viss um að margir myndu hætta sér uppúr marga daga á ári til að spóka sig um. Ég er á því að breytingarnar sem hafa verið gerðar nú þegar utan girðingar séu góðar og mætt gera enn meira. Væri ég frekar til í að sjá bílastæði milli sundlaugar og nýja kaffihússins fjarlægt og græna svæði tengt meira við kaffihúsið. Þá værum við kominn með Melabúð/sundlaug/kaffihús/græntsvæði. Þá fyrst myndi grænasvæði nýtast. Bílastæðið sem væri fjarlægt væri hægt og koma fyrir á bakvið sundlaugina.
Græn svæði eru lífsgæði en það veltur á skipulagningu þeirra hvort þau nýtist sem útivistarsvæði. Græna svæðið í kringum Vesturbæjarlaug nýtist ekki íbúum Vesturbæjar vegna þess hvernig það er skipulagt, lýsingu, annar bygginga í kring og fleiri þátta. Með því að taka svæðið inn fyrir veggi laugarinnar má nýta það til margskonar starfsemi auk þess sem það eykur möguleika sundgesta til samveru, leiks og líkamsræktar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation