Ódýrar mengunarvarnir

Ódýrar mengunarvarnir

Setja ætti niður aspir (pinna) við sunnanverða Miklubraut, á eyjur milli götu og bílastæða, frá Eskihlíð að Stakkahlíð. Það yrði til hljóð- og mengunarverndar fyrir íbúa Miklubrautar og Barmahlíðar. Þessar eyjur þjóna ekki öðru en sláttuvélum borgarinnar. Á Selfossi má sjá grannar aspir í röð eftir miðjum Austurveginum þannig tré myndu henta vel á áðurnefndum stað við Miklubraut.

Points

Þetta er ódýr bráðabirgðalausn við miklum vanda á svæðinu ekki síst fyrir íbúa við Barmahlíð þar sem flestir sofa við glugga sem snúa til norðurs, að Miklubraut. Þetta myndi auk þess spara slátt á eyjunum þar sem gróðursetja mætti lággróður með öspunum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information