Bann við að henda rusli á götur borgarinn

Bann við að henda rusli á götur borgarinn

Bann við að henda rusli á götur borgarinn

Points

Umgengni borgarbúa er ábótavant og ég tel að í staðinn fyrir að eyða fé borgaranna til hreinsunarstarfa sé betra að sekta sökudólgana. Það er með ólíkindum hvað það breytir hugarfari ef hlutirnir kosta peninga. Það að sekta fólk fyrir að henda rusli í borgum hefur gefist mjög vel víða erlendis. Sl. sumar fengu borgarbúar að sjá hvað unglingavinnan hefur verið að tína mikið árin á undan og flestir fundu fyrir því hvað borgin var miklu sóðalegri en áður. Látum sóðana borga sjálfa!

Er hægt að segja Já og Nei ? Það þarf að bæta umgengni borgarbúa en ég tel það vera vænlegra til vinnings að gera það með átaki/vitundarvakningu heldur en sektum. Því það þarf að borga þeim sem sekta fólkið laun og ég efast um að sektirnar nái upp í það. Því tel ég það að sekta sóða muni hafa neikvæ áhrif á borgina (á heildina litið).

Ég hef alltaf haldið að það SÉ bannað.. er það bara rugl í mér?

Get verið sammála því þá að viðurlögin séu hærri. Það munar um það.

Held að það sé rétt hjá þér að þetta sé í lögreglusamþykkt hjá Rvkborg, frá 2004, 8. grein: Enginn má fleygja rusli á almannafæri nema í þar til gerð ílát. En það eru engin viðurlög við því. Myndi vilja sjá sektir eins og þegar fólk kastar af sér vatni á almannafæri. Finn reyndar ekkert um það í fyrrgreindri lögreglusamþykkt.

Ílátin mættu vera fleiri og svo mætti líka tæma þau reglulega!

Það er rétt að samkvæmt lögreglusamþykkt fyrir Reykjavíkurborg er óheimilt að henda rusli, en það er eins og fáir viti af því. Flestir eru þó meðvitaðir um að það sé ekki æskilegt. En merkilegt nokk, fólk á öllum aldri hendir rusli á göturnar stóru sem smáu og fjölmargir líta ekki einu sinni í kringum sig til að leita að ruslatunnu. Ég er í sjálfu sér á móti sektarboðum um allan fjandan en mér finnst merkilegt hvað fólk fer að hugsa öðruvísi þegar peningar eiga í hlut. Það hefur stórlega minnkað að fólk kasti af sér þvagi hér og þar eftir að farið var að sekta fólk við því. Í borgum þar sem þetta hefur verið tekið upp er vandamálið bara úr sögunni, fólk passar sig og bara finnur ruslatunnu eða stingur í vasann. Það kostar líka að hafa skrilljón ruslatunnur út um allt bara til að við þurfum ekkert að hafa fyrir því að losa okkur við nammibréf eða sígarettustubb, þó ég vilji að sjálfsögðu hafa ruslatunnur sem víðast, held ég að fjölgun þeirra myndi ekkert bæta ástandið mikið.

Lögreglan á að beita þeim sektarheimildum sem hún hefur, mun oftar. Líka má vel hugsa sér að þeir staðir sem gefa fólki færi á sóðaskap, skyndibitastaðir og barir, fái sekt ef þeir trassa það að þrífa upp eftir kúnnana sína.

Mér finnst svolítið öfgafullt að sekta þá sem henda rusli, þó að ég skilji algjörlega að verið sé að reyna að hreinsa götur borgarinnar. Vandamálið ætti að geta leyst sig nokkurnveginn sjálft ef það væru fleiri ruslafötur aðgengilegar. Ég held að flestir sem henda rusli á göturnar séu ekki að reyna að gera borgina skítuga, frekar að þeir sjái ekki ruslafötu nálæga þegar þeir þurfa að henda einhverju. Bann og sekt er að mínu mati óþarfi.

Samkvæmt 18.gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkurborgar er bannað að henda rusli og er þessi hugmynd því algjörlega óþörf.

Það lýsir best hversu gagnslaust það er að banna svona lagað með þeirri staðreynd að fólk viti ekki að það sé þegar bannað. Í öðru lagi er rusl ekki alvarlegt vandamál á Íslandi og frekar væri að eyða peningum og kröftum í eitt af þeim fjölmörgu alvöru vandamálum sem borgin stendur frammi fyrir. Auðvitað er sjálfsagt að henda rusli í ruslafötur eins og gott fólk venur sig á, en þetta er samt ekki orðið að neinu sérstöku vandamáli í Reykjavík.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information