Neðst á Lokastíg við Týsgötu er gangstéttinn tvöföld. Lagt til að breyta þessum hluta í bílastæði fyrir einn bíl eins og neðst á efrihluta Lokastígs, við Baldursgötu.
Þessi tvöföldun á gangstéttinni er óþarfur enda notar enginn gangandi vegfarandi þennan hluta. Eins og nefnt er í útskýringu þá eru gatnamót Baldursgötu við efri hluta Lokastíg útfærð að þar er víkkun allraneðst (framhald á gangstétt Baldursgötu) en svo er bílastæði fyrir einn bíl. Þetta myndi fjölga bílastæðum við Lokastíg um eitt og það veitir ekki af. Á hlekk hér að neðan má sjá munin á útfærslu á neðsta hluta neðri og efri hluta Lokastígs.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation