Fleiri leiktæki fyrir börn og fullorðna í Grafarvoginn

Fleiri leiktæki fyrir börn og fullorðna í Grafarvoginn

Ölduselsskóli og Seljaskóli í Breiðholti eru með skemmtilega skólalóð með tækjum til þjálfunar fyrir skólahreysti, trampolín, aparólur og annað sem vantar við grunnskóla í Grafarvogi. Ekkert slíkt er t.d. í Vættaskóla (Borgir/Engi). Ef ekki er hægt að setja eins tæki á skólalóð allra grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu mætti setja þetta upp á opnu svæði þar sem börn og fullorðnir geta átt góða stund um helgar eða eftir vinnu. Útivera barna hefur minnkað og er þetta kjörið tækifæri til úrbóta. 😀

Points

Í Bryggjuhverfinu vantar alveg aðstöðu fyrir eldri börn og fullorðna til að leika sér. Það vita allir hve mikill ávinningur er af góðri útiveru. Þannig að ég mæli með að setja leikvelli sem víðast.

Það ætti að koma upp góðum leiktækjum í öllum hverfum borgarinnar svo börnin hafi meira val við útiveru og leiki. Allt of mikið um að börnin sitji yfir tölvum og sjónvarpi í stað þess að njóta útiverunnar. Hreyfiþroski er þeim nauðsynlegur og fríska loftið.

Það sama ætti að gilda fyrir alla grunnskóla á höfðuborgarsvæðinu og ef börn og unglingar hafa meira val við útiveru því hraustari og heilbrigðari verða þau. Börnin eru framtíðin og hreyfiþroski mikilvægur sem og fríska loftið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information