Gera alvöru keppnis þrautabraut fyrir BMX (og fjallahjól) í Grafarvogi. Engin aðstaða er fyrir þá sem eru að æfa sig í þessu sporti. Brautin felur í sér mótað landslag, með hólum og hæðum.
Alvöru keppnis braut myndi hjálpa til við að styrkja sportið. Núna erum við að stunda þetta hingað og þangað. Ef maður vill fara í alvöru braut þarf að fara til útlanda,,,sem er alveg fáránlegt! Í leiðinni mætti setja upp nokkra BMX rampa ot stökkpalla.
Það er nóg af opnu svæði þarna í Gufunesi, svæðið er mest í órækt og örugglega hægt að koma fyrir einni svona braut. Svo væri þetta líka nálægt hjólabrettasvæðinu og blakvellinum, grillinu og folfinu, svo það væri örugglega góð stemming að hafa þetta þarna einhversstaðar, og örugglega góður stuðningur við íþróttina.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation