Merktar hlaupaleiðir í Heiðmörk. Þessari hugmynd var varpað fram á facebook hóp maraþonhlaupara. Heiðmörkin er notuð töluvert af hlaupurum og göngufólki. Hlaupaleiðir eru hinsvegar ekki merktar t.d. 3 km hringur, 5 km hringur og svo framvegis. Þetta ætti ekki að kosta mikið en væri til mikilla bóta. Ég sagðist ætla að koma þessu á framfæri. Þetta væri einnig til bóta fyrir ferðamenn sem vilja skoða nágrenni Reykjavíkur.Fleiri en einn hlaupari sagði sögur af sér villuráfandi um Heiðmörk.
Heiðmörkin er frábært æfingasvæði fyrir fjallvegahlaup. Merktar hlaupaleiðir (t.d. Ríkishringurinn) gera hana enn betri og öruggari.
Þetta nýtist að sjálfsögðu hjólreiðamönnum
Ef það á að fjárfesta í Heiðmörk þá finnst mér brýnasta málið vera salerni ! Það er góð æfing fyrir heilann að æfa sig að rata en verra að stíga í úrgang. Auk þess sem það hindrar marga að leggja af stað ef þeir vita að það er hvergi salerni. Útivistarkveðja, Gunnur Róbertsdóttir
Heiðmörk er fallegt svæði sem fleiri ættu að nýta sér, merktar hlaupaleiðir þar væri frábært framtak.
Það er skemmtilegur 12km hringur í Heiðmörk sem þarft er að merkja. Einnig mætti mekja styttri hringi. Hef oft farið þangað með hlaupahóp og eiga þeir sem ekki þekkja svæðið erfitt með að rata.
Alveg nauðsynlegt framtak
Skiltin sem eru þarna núna eru ruglingsleg og það er auðvelt að villast, jafnvel þó maður hafi hlaupið áður á svæðinu.
Mjög gott væri að hafa einfaldar og skýrar merkingar, t.d. með því að merkja hverja leið (vegalengd) með ákveðnum lit. Slíkt myndi auka möguleika fólks á að njóta Heiðmerkur. Eins og staðan er í dag er erfitt fyrir ókunnuga að fara þangað að hlaupa nema í fylgd með þeim sem þekkja til.
Myndi auka útivist í fallegu umhverfi.
Þessi hugmynd hefur verið send úr íþrótta- og tómstundaráði til umhverfis- og skipulagssviðs til meðferðar.
Frábær hugmynd. Það er nefnilega auðvelt að villast þar. Merkingarnar eru ekkert sérstaklega skýrar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation