Hreinlæti á einkareitum í miðborginni
Sum svæði í borginni eru í alfaraleið en tilheyra þó ekki borginni, til dæmis ýmis port, stéttir og stæði. Það er ekki borgarinnar að þrífa þessi svæði en borginni mætti beita þrýstingi á þessa einkaaðila til að halda svæðunum skikkanlegum. Til dæmis má nefna svæðið bak við Skólabrú sem liggur að snyrtilegum garði við Jómfrúna. Þar getur fólk gengið í gegn en aðkoman er viðbjóðsleg, sígarettustubbar, rusl, úrgangur frá veitingastöðum, ónýtar hellur og fnykur. Svona hefur þetta verið í tvö ár.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation