Tæknismiðja fyrir almenning
Legg til að verði skipulögð tæknismiðja þar sem verði boðið upp á grunnfræðslu fyrir almenning í tæknigreinum, aðgangur að leiðbeinendum og aðstaða til að smíða og föndra við eigin tæknigripi. Dæmi: Málmsmíðar, trésmíði, raftækni, fjarskipti, samgöngur (reiðhjól, ... bílar, flug ...), vélar o.m.fl. Tæknismiðjan þarf ekki að vera öll á einum stað, ef samkomulag næst við skólastofnanir, frumkvöðlasetur og einkarekin verkstæði sem eiga hentuga aðstöðu þá væri slíkt ákjósanlegt.
Skólarnir í borginni sitja á tækjum og tólum sem nýtast mjög takmarkað og ef til vill mætti nýta betur með því að setja upp Tæknismiðju sem nýttist almenningi. Nokkurs konar dreift Fab-Lab.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation