Í þeim skólum sem ég þekki til þá er engin gæsla á göngum skólanna þegar börnin koma úr síðasta tíma dagsins. Þegar maður kemur í skólann á þessum tíma dags er mikill hávaði á göngunum og er einkennilegt að sjá börn sem hafa fengið góða kennslu í þessu í leikskóla fara í öfuga átt. Þetta er ekki gott fordæmi fyrir því hvernig gott er að hegða sér innan um fjölda fólks. Ekki hollt fyrir heyrn barnanna (en það virðast ekki margir skólastjórnendur spá í hljóðvist).
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation