Á veturna skefur oft svo mikið inn í botnlangana við Breiðuvík að bílar eiga það til að pikkfestast í svo miklum snjó með tilheyrandi vandræðum. Gott væri ef það yrði plantað öspum/grenitrjám meðfram Strandvegi/Breiðuvík til að losna við þetta hvimleiða vandamál.
Það er jú sjálfsagt að geta komist til og frá heimili sínu án þess að eiga í hættu á að festa bílinn vegna skjólleysis. Og á sumrin auka tréin loftgæði.
Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation