Hefja götusópun og þrif fyrr á vorin

Hefja götusópun og þrif fyrr á vorin

Vikum og mánuðum saman eftir að snjór og hálka eru horfin af götunum er sandurinn sem dreift var til hálkueyðingar látinn liggja yfir öllu. Sóðaskapurinn er yfirgengilegur auk þess sem sandurinn fýkur um allt í vindi. Leik-og grunnskólabörn eru svo tilneydd til þess að leika sér útí í sandrokinu með tilheyrandi loftgæðisminnkun. Það væri til mikilla bóta, yndisaukningar og minnkun á svifriki og sandfoki ef götuþvottur og sópun væru skipulögð með þeim hætti að sópa upp sandinum sem allra fyrst er snjóa leysir, í stað þess að halda sig við áætlun sem virðist miða við fasta dagsetningu ár hvert.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Hverfisráð fór yfir tækar hugmyndir og þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information