Auka eftirlit öryggisvarða og/eða lögreglu við Mjódd

Auka eftirlit öryggisvarða og/eða lögreglu við Mjódd

Mjóddin í Breiðholti er fjölsótt miðstöð í samgöngu-, heilbrigðis-, velferðar-, menningar-, verslunar, veitingaþjónustu. Fjölmargar fjölskyldur/börn eiga daglega leið þar um. Umhirðu, þrifum, öryggismálum er afar ábótavant. Vitað er af sölu og neyslu fíkniefna á svæðinu. Nýlega var fjallað um neyslustað með notuðum sprautunálum við kirkjuna. Alls ekki barn og fjölskylduvænt. Skjótra úrbóta er þörf; lögregluútibú, dagleg sorphreinsun, eftirlitsferðir, viðeigandi þjónusta við fíkniefnaneytendur.

Points

Til að efla Mjóddina á fjölskyldu og barnvænan hátt

Mjódd er að verða miðja borgarinnar og þangað liggja góðar samgöngur úr öllum áttum. Í næsta nágrenni er hjarta viðskiptalífsinsí Kópavogi, Smárinn og um að gera að ná fram samlegð og samkeppni með því að byggja svæðin í kringum Mjóddina upp og halda þeim snyrtilegum. Þangað eru almenningssamgöngur miklar og góðar og því mikill akkur í því að svæðið sé öruggt og snyrtilegt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information