Götur í Þingholtunum eru flestar þröngar og þörf fyrir aukin bílastæði. Það myndi bæta mikið ástandið ef flestallar göturnar yrðu gerðar að einstefnuakstursgötum og bílastæðin yrðu skástæði. Baldursgata er gott dæmi um götu þar sem reglan er að leggja bílum á ská (sjá mynd). Baldursgata er þó ennþá tvístefnuakstursgata sem er hreint óþarfi. Samhliða götur hafðar til skiptis í sitt hvora áttina. Þannig gæti Baldursgata verið með einstefnu upp, en næsta gata, Bragagata niður.
Þessi tilhögun hefur gefist vel í borgum eins og Amsterdam, þar sem allar götur í gamla Jordan-hverfinu eru einstefnuakstursgötur og bílastæði því fleiri og gatan öruggari fyrir gangandi sem akandi. Einnig í sumum hverfum miðborgar Lundúna... svo eitthvað sé nefnt 😀
Baldursgata er einstefnugata frá Þórsgötu að Bergstaðastræti. Flestar götur ef ekki allar nema Þórsgata sem er vistgata eru einstefnugötur á þessu svæði eða í Ásgarði eins og svæðið heitir 😉
👍
Greyðari umferð og engin þörf á því að reyna að komast framhjá umferð á móti
Í kynningu á hugmyndinni eru rökin rakin í stuttu máli 😀
Með skástæðum yrðu bílastæði mun fleiri ekki veitir af til dæmis á Njarðargötu. Öruggari fyrir akandi sem gangandi vegfarendur.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation