Í Bólstaðarhlíð (við blokkirnar nær Kringlumýrarbraut) eru grenndargámar hægt að fara með plast og pappír í endurvinnslu auk þess sem skátar eru með flöskugám. Það er vöntun á glergámi þarna svo ekki þurfi að gera sér sérstaka ferð annað með glerið.
Á tímum endurvinnslu gegna grenndargámarnir stóru hlutverki. Víða í borginni eru glergámar þar sem endurvinnslugámarnir eru en við grenndargámana í Bólstaðarhlíð eru eingöngu gámar fyrir pappír og plast auk dósagáms frá skátum. Það er alveg pláss fyrir glergám þarna og jafnvel fatagám. Það væri mjög gott ef ekki þyrfti að gera sér ferð á annan stað með glerið, sérstaklega fyrir þá sem eru gangandi. Á vef Sorpu segir að glergámar eigi að vera komnir á allar stöðvar 2020 en ég vil flýta þessu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation