Eitt verð frá 2 ára aldri dagmamma/leikskóli
Mín hugmynd er sú að þann dag sem börn ná 2 ára aldri gildir sama verð fyrir þau í vistun hvort sem þau eru hjá dagmömmu eða í leikskóla. Borgin myndi niðurgreiða meira til dagmömmunnar frá þeim degi sem barnið verður 2 ára og jafna því vistunarkostnaðinn svo hann væri sambærilegur fyrir foreldrana eins og ef barnið dveldi á leikskóla. Þarna myndi skapast jafnrétti á milli foreldra vegna greiðslu dagvistunar alveg sama hvenær á árinu börnin þeirra eru fædd.
Mér finnt að það ætti að miða niðurgreiðsluna við 18 mánaða enda er það aldurinn sem miðað er við að börn komist inn á leikskóla þó ekki sé það hægt allsstaðar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation