Kaffihús á hjólum
Samgangur íbúa í hverfum Reykjavíkurborgar er ábótavant. Skortur er á uppákomum innan hverfa í Rvk þar sem fólk úr hverfinu getur komið saman, fullorðnir drukkið kaffi og spjallað, meðan krakkarnir leika sér. Þetta er hægt að leysa með því að vera með nokkur kaffihúsi á hjólum. Hugmyndin er sú að Reykjavíkurborg útbúi sértilgert kaffihús á hjólum sem keyri milli hverfa í Reykjavík yfir sumartímann. Kaffihúsið gæti verið starfrækt frá fim til sun og stoppi á flottustu útivistarsvæðum borgarinnar.
Þetta er mjög góð hugmynd og það væri mjög skemmtilegt að rekast á kaffihús af þessu tagi á útivistarsvæðunum. Hér er lag fyrir einkaframtakið að stíga fram og framkvæma en hafa samráð við borgina um afnot af borgarlandinu.
Sköpum betri hverfisstemmingu
Sköpum betri hverfisstemmingu
Nú væri áhugavert að sjá rökin á móti :-)
Ég er eiginlega sammála því að Reykjavík ætti ekki að standa í kaffisölu. En það má vel auglýsa eftir rekstraraðila fyrir slíka hugmynd.
Alveg valid punktur. En ég sé þetta meira fyrir mér að Reykjavíkurborg sé að skapa aðstæður fyrir betri hverfastemmingu eitthvað sem sjálfstæðir atvinnurekendur gerðu ekki. Því Rvk borg er nú þegar að hvetja til meiri samstöðu í hverfunum með t.d. hreinsunardegi og kaffihúsið á hjólum gæti mögulega komið inn sem partur af því. Væri til að mynda hægt að tvinna það með hreinsunardegi. Allir taka til í hverfinu sínu mæta svo á grasblettinn þar sem kaffihúsið á hjólum er. Fullorðnir fá sér kaffi og ræða um daginn og veginn með krakkarnir leika sér. Svaka stuð stemming sem gæti leitt af sér betri samstöðu og samhug í hverfum borgarinnar
Sköpum betri hverfisstemmingu
Hugmyndin svo sem góð en ekki praktísk né sanngjörn. Væri gott og gilt ef eh framtakssamur aðili vildi gera þetta uppá eigin spýtur en tæpast sanngjörn gagnvart öllum þeim sem reka kaffihús núna. Þessutan held ég að útsvarspeningum væri betur varið í margt annað.
Sammála þér Eggert
Hugmyndin er góð og Kaffibílinn ehf er fyrirtæki sem er til og hentar vel fyrir svona tilfefni.. http://www.facebook.com/people/Kaffib%C3%ADllinn-Ehf/1805474861
Flokkun hugmyndar breytt eftir yfirferð hjá starfsfólki fagsviðs.
Það eru til nokkur frábær fyrirtæki í kaffifbrennslu og rekstri. Hvernig væri t.d. að fá Kaffibílinn í samstarf við Kaffitár og fara á milli hverfa í Reykjavík og vera með uppákomur og kynningu í leið á þeirri nýsköpun og framþróun sem Kaffitár hefur verið að koma með á markaðinn? Kaffibarþjónafélagið gæti kannski líka tekið þátt í þessu og sýnt hvernig hellt er upp á alvöru kaffi.
Frábær hugmynd. Nú vantar bara að e-r framtakssamir einstaklingar hrindi þessu í framkvæmd. Finnst ekki að Rvk eigi að vera með kaffihúsarekstur og fara í raun í samkeppni við aðra. Hins vegar gæti verið hægt að hringja í viðkomandi og panta slíkt kaffihús sem myndi þá koma hjólandi.
Hundaeigendur væru flestir glaðir að geta tilt sér og fengið sér að drekka og með því í lengri útivist með hundinum. Þá eru útivistar svæði eins og Geirsnef og Rauðavatn ekki nógu fjölfarnir staðir til þess að kaffivagn bæri sig án stuðnings. Það væri fínt að fá þá líka að vetri til um helgar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation