Virkja leið 26 á kvöldin og um helgar
Það væri gott ef leið 26 myndi aka á kvöldin og um helgar. Segjum sem svo að ég fari á kvöld- eða helgartíma frá Hraunsás og í Sambíóin Egilshöll, þarf ég að taka leið 19 niðrí Ártún og bíða í 22 mín. eftir leið 24 til að fara síðan út á gatnamótunum við Egilshöll, þar sem Borgavegur, Víkurvegur og Fossaleynir mætast og það tekur mig rúmlega 40 mín. til að fara á milli. Ég verð rúmlega helmingi sneggri, ef ég tæki leið 26 beint frá Hraunsás og í Sambíóin Egilshöll.
Stjórnsýslulega séð, þá er Árbær og Grafarholt sama svæðið, þess vegna ætti að hafa leið 26 áfram í gangi um kvöld og helgar á hálf tíma tíðni sem mætti einnig vera á daginn. Hvernig eiga íbúarnir að sækja þjónustu í hverfin ef engir vagnar aka?
Nákvæmlega.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation