Þetta er einföld hugmynd. Útbúa útisundlaug á móts við æfingaaðstöðu HK í Fossvogsdalnum.
Það eru margir, bæði sem búa í kringum Fossvogsdal og njóta útvistar í dalnum, sem myndu njóta þess að fara í sund í dalnum. Aðgengi er gott, ekki síst fyrir hjólandi og gangandi og sundlaugin gæti verið skemmtilegur valkostur á leiðinni. Í heita pottinum mætti svo ræða samstarf Reykjavíkur og Kópavogs og jafnvel sameiningu allra sveitarfélaganna á svæðinu :)
Það er engin almenningslaug í hverfinu eða næstu hverfum við hliðina. Næsta sundlaug er Laugardalslaug, í rúmlega 3km fjarlægð frá okkur í Ásgarðinum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation