Í Evrópu tíðkast það víða að veðurheldnir bókaskápar séu á víð og dreif um borgirnar. Þessir bókaskápar eru til þess komnir að fólk getur komið með bækur sem það vill losa sig við og skilið eftir í skápunum og tekið aðrar í staðinn. Mig langar að bæta þessari þjónustu við þá bókaþjónustu sem við Íslendingar njótum nú þegar góðs af. Hægt er að hafa svona bókaskápa á stöðum þar sem er mikil mannmergð, sérstaklega á sumrin þar sem fólk gæti bara gripið sér í bók á sólríkum degi á Austurvelli.
Þetta gæti verið gulltækifæri fyrir listamenn til að hanna eitthvað flott útistandandi listaverk sem hefur þann tilgang að geyma bækur!
Við Reykvíkingar höfum mörg bókasöfn sem við getum leitast til. Útistandandi bókaskápar yrðu ekki bara skemmtilegir fyrir augað og veitir Reykvíkingum óskertan aðgang að notuðum bókum og þjónustu til að losa sig við sínar eigin bækur, heldur gefur það einnig túristum tækifæri á að losa sig við sínar og taka aðrar í staðinn.
Litli leikvöllurinn milli Bjarnarstígs og Njálsgötu væri til dæmis kjörinn staður fyrir smábókasafn.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation