Ég vil að sprengingar við nýbyggingar verði bannaðar í íbúðahverfum, grónum sem ógrónum. Í staðinn verði aðeins leyft að fleyga grunnana. Nú er t.d. verið að sprengja í miðju íbúðahverfi, líklega við Hlemm, og leikur allt á reiðiskjálfi þegar sprengt er. Ef það er óframkvæmanlegt að fleyga alls staðar þá fer ég fram á að sprengimagn verði mjög takmarkað og miklu minna en virðist vera leyfilegt eins og er.
Rökin kemur fram í lýsingu á hugmyndinni og í viðbótarrökunum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation