sópa upp gler af göngustígum til að hlífa reiðhjóladekkjum
Flest íbúasamök eru með hreinsunardag, það mætti líka hugsa sér sérstaka sópdaga. En því ætti fólk ekki að taka til í kringum sig, af hverju á einhver annar alltaf að gera það ? Annars væri best að kenna sæmilega umgengni, bæði í heimahúsum og skólum. Það er raunverulega það eina sem gæti breytt ástandinu.
Fólk á bara að ganga betur um og svo á bara að kæra sóðana . Sektir við sóðaskap eiga að vera háar þannig að fólk hugsi sig um áður enn það hendir rusli. Það er alveg stór furðulegt að það þurfi að vera nokkur tæki á morgnana í miðborgini til að taka til eftir sóða næturnir á kostnað okkar skattgreiðenda. Ein aðferðinn gæti verið að handtaka sóðana og láta þá taka til í miðborgini eftir næturskemmtunnina , ætli mest sjarminn færi þá ekki af þeim.
Þessi gler eru stórhættuleg gangandi fólki líka, ekki síst að vetri til í myrkri og/eða hálku.
ég reyni að sópa því til hliðar með fæti en það er seinvirkt. ekki gott að láta dekk springa oft á hjólum, það er fyrirhöfn að setja bót. það er helst glerbrot sem skera dekk og stinga slöngur,. ætli borgin sé að vonast til að íbúarnir taki þetta að sér með kúst í hönd , það er bara ekki gert, hjólafólk ætti kannski að taka þetta að sér, stofna kústasamtök hjólreiðamanna, með slagorðin stingandi gler á ekki heima hér, væri kannski létt verk samt,
Svona til að leiðrétta misskilning og rugl. Borgin Á að sinna hjólreiðastígum rétt eins og borgin sinnir götum. Eða eiga ökumenn bíla kannski að bera ábyrgð á því að halda sínum leiðum öruggum, mála línur og sona? Jafnt þarf nú að ganga yfir alla samgöngukosti. Að bera hjólreiðastíg saman við gangstéttar í miðbænum um helgi er kjaftæði og útúrsnúningur og þið vitið það.
Götusóp er ekkert nýtt. Þeir sópa stéttina mína eftir hverja helgi. Það er ekki þörf á að gera eitthvað sem er nú þegar gert. Það verður aldrey hægt að fjarlæja alla oddhvassa hluti af götum og gangstéttum á öllum tímum og það væri þvæla að reyna það.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation