Rauntímakort í öll strætóskýli borgarinnar
Rauntímakort Strætó á netinu er mikil snilld en ekki allir eru nettengdir á ferðinni. Sem reglulegur notandi strætisvagna myndi ég þiggja að vita hvað er langt í næsta strætó, hvort ég hafi misst af honum eða hvort ég þurfi að bíða í 2 mínútur eða 15 mínútur - rétt eins og venjan á helstu lestarstöðvum úti í heimi. Betri aðbúnaður strætisvagnakerfis er hvetjandi og leiðir til aukinnar notkunnar auk þess að vera umhverfisvænn kostur!
Það eru ekki allir með farsíma sem hægt er að skoða rauntímakortið í. En hins vegar myndi hjálpa að setja upp skjá þar sem hægt er að skoða rauntíma allra leiða á helstu stoppistöðum, s.s. Hlemmi, Mjódd, Ártúni, Firði, Hamraborg o.s.frv. Þá er hægt að skoða hvernig gengur og í framhaldi af því athuga hvort hægt verði að setja upp rauntímakort í önnur strætóskýli.
Þegar það gengur varla að hafa óbrotnar rúður og ósprengdar ruslafötur á stoppustöðvunum, er aldrei að fara að ganga að vera með eitthvern rafmagnsbúnað í friði. Frekar að auka notendagildi rauntímaupplýsinga í farsíma, það eru jú langflestir með farsíma.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation