Endurbætur á skólalóð Fossvogsskóla.
Ástand skólalóðar Fossvogsskóla er mjög lélegt og leikaðstaða ekki góð. Leikvellir eru malbikaðir, en malbik er illa farið og hættulegt börnunum. Leiktæki eru fá og óánægja meðal bæði nemenda og foreldra vegna lélegrar leikaðstöðu fyrir börnin. Þá er einnig mikil þörf á sparkvelli, enda dæmi um að börn hafi meiðst á lélegum malbiksvöllunum. Áætlunum um endurbætur var frestað, en löngu tímabært er að breyting verði þar á, svo börnunum stafi ekki hætta af og geti notið sín í daglegu umhverfi sínu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation