Ingólfshús á Ingólfstorgi

Ingólfshús á Ingólfstorgi

Húsið er gler/plasthús á stálgrind og staðsett á Ingólfstorgi. Í húsinu er reiknað með um 50 básum fyrir verslanir og veitingahús. Áhersla er á að verslað verði með heimatilbúnar íslenskar vörur og matvæli. Í öðrum enda hússins verði svið þar sem listamenn geti leikið listir sínar.

Points

Ljóskastarar lýsi upp húsið í hinum ýmsu litum. Húsið verði hitað með lofthitun og hita í gólfi. Gólf verði úr marmara og komið verði fyrir pálmatrjám og öðrum fjölbreyttum gróðri. Veitingasvalir á þrjá vegu þar sem hægt verði að fylgjast með uppákomum á sviði. Risaskjár fyrir kappleiki. Hægt verði að opna þak hússins í góðu sumarveðri. Eigendur hússins leigi út aðstöðu fyrir verslanir. Húsið verður miðsvæði fyrir ferðamenn og alla þá sem heimsækja miðborgina. Opið alla daga ársins.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information