Þetta er gamalt og úr sér gengið verslunarhverfi sem bráðnauðsynlega þarfnast bæði viðhalds og nýframkvæmda. Ef ekkert verður gert er þetta ein versta útkoma úr smáhverfi í verslunarhverfi í sögu Reykjavíkur.
Þetta hverfi er illa aðlagað að umhverfi og hræðilega gróið hvað götur varðar. Umferð gangandi og hjólandi er mjög varasöm þar sem umferðin er eins og á rokktónleikum dag eftir dag. Maður er heppin ef maður kemst yfir götu í tæka tíð, og það með naumindum. Hvað varðar götur er t.d Skeifan orðin mjög seinfær þegar maður beygir inn frá Grensásvegi og þegar maður fer enn lengra er manni nóg boðið þar sem einhverskonar risa götuöldur myndast og hægja verulega á umferð þar. Það þarf umhverfisforgang.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation