Ylströnd sem svipar til Nauthólsvíkur en staðsett fyrir neðan Strandveg, NA megin og við jaðar Golfvallarins á Korpúlfsstöðum. Allar samgöngur gangandi, hlaupandi og hjólandi vegfarendur eru til staðar sem gefur góða tengingu íbúa grafarvogs við svæðið. Rétt við svæðið er útiheilsurætarsvæði og gróðrarstöð.
það væri auðvitað gaman að hafa ylströnd en ég held að þetta svæði sé friðað og það sé merkilegt náttúruverndarsvæði en auðvitað líka útivistarsvæði. Þarna í fjörunni eru hópar fugla sem lifa á æti sem þeir finna og þarna rétt hjá er sker þar sem jafnan sitja á þrír til sjö selir. Ylströnd mun breyta öllu lífríki þarna bæði á landi og í sjó og þetta verður ekki sama náttúruparadísin.
En má vera að hægt sé að færa þetta fjær svæðinu sem um ræðir og þá nær svæðinu sem tengir Geldinganesið, sumsé þar sem vegurinn liggur yfir núna. Tek einnig fram að ég vill alls ekki stefna lífríkinu á svæðinu í hættu á nokkurn hátt þar sem það er það sem gerir þetta svæði líka einstakt og fylgist ég með selunum nánast daglega þarna og má oft sjá 5-7 stykki halda til á skerinu á sama tíma.
Tel að hér sé gott tækifæri á að skapa umhverfi umvafið grænum svæðum og íþróttaiðkun. Stutt í Egilshöll og kjörið að koma upp sjósundsaðstöðu þar sem stutt er að synda yfir í Geldinganesið sem og að róðrar eru stundaðir rétt við þá Vík sem er kjörin staðsetning strandarinnar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation