Hundagerði í Grafarvog
Þetta ætti að vera í öllum hverfum, en Grafarvogurinn býður sérstaklega upp á að gera rammgirt hundagerði þar sem leyfilegt væri að sleppa hundum lausum. Svona hundagerði eru mjög algeng í útlöndum, með vatnskrönum, ruslatunnum, og kúkapokum. Þetta býður upp á talsvert meira öryggi hundanna vegna, mörg útivistarsvæði eru allt of nálægt stórum götum, einnig stuðlar þetta að snyrtilegri umgengni, og betri "hundamenningu" hundaeigenda á milli.
Í Grafarvogi höfum við Geldinganes sem er einstaklega fallegt svæði þar sem hundar mega vera lausir. Nauðsynlegt er að laga aðstöðuna þar. Bendi á hugmyndina laga aðstöðu og aðkomu á Geldinganesi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation