Íbúakosning um stækkun Sundhallarinnar

Íbúakosning um stækkun Sundhallarinnar

Til stendur að byggja viðbyggingu við Sundhöllina með útisundlaug og fleiru og hefur þegar farið fram samkeppni arkitekta um hygmyndir á útfærslu eins og sjá má hér: reykjavik.is/frettir/vidbygging-og-utisundlaug-vid-sundholl-reykjavikur Hægt væri að efna til íbúakosninga í Reykjavík um bestu útfærsluna með tilheyrandi kynningu og umfjöllun. Jafnvel væri hægt að hugsa sér að kosningarnar færu fram hér á betrireykjavik.is

Points

Margir hafa sterkar skoðanir á því hvernig eigi að byggja við hina glæsilegu Sundhöll, perlu Guðjóns Samúelssonar. Faglega vinnan og hugmyndavinnan hefur nú þegar farið fram og dómnefnd hefur farið í gegnum innsendar tillögur í hönnunarsamkeppninni. Bestu tillögurnar liggja því fyrir og ekkert því til fyrirstöðu að kynna þær vel og setja ákvörðunina í hendur þeirra sem ráða borginni - íbúanna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information