"Velkominn" skilti þegar keyrt er inn í úthverfin

"Velkominn" skilti þegar keyrt er inn í úthverfin

"Velkominn" skilti þegar keyrt er inn í úthverfin

Points

Gaman væri ef það væru flott skilti við komuna inn í úthverfi borgarinnar sem á stæðu t.d. Velkominn í Grafarvog, þegar komið er yfir Gullinbrúnna. Velkominn í Breiðholt á Breiðholtsbrautinni, velkominn í Grafarholt... Skiltin gætu t.d. verið hönnuð af listamönnum og skreytt blómum á sumrin. Hér eru myndir af svona skiltum erlendis: http://nearwestside.org/wp-content/uploads/2011/07/nws_sign.jpg http://www.doraville.org/wp-content/uploads/2011/12/IMG_20111223_084200.jpg

Það er mikil sjónmengum af stórum skiltum út um alla borg. Búið meira að segja að troða klunnalegum nafnaskiltum inn á smá hringtorg út um allan bæ. Stór bannaða að leggja skilti og biðskyldumerki sem gætu verið helmingi minni. Það mætti halda að þeir sömu og ákveða með skiltin séu að selja þau.

þetta er snyrtilegt skilti en það stendur ekki velkomin á því

til dæmis þegar friðarsúlan var sett í viðey, jákvæðniljósið, það voru ekki allir sáttir um að það væri smekklegt, eitthvað stórt og tilfinningatengt á almannafæri

Það er óþarfi að fylla umhverfi okkar af óþarfa skiltum og áreiti. Auk þess eru ótal akstursleiðir inn í flest hverfi Reykjavíkur og hverfamörk oft óskýr. Það væri frekar að einstök hverfasamtök stæðu fyrir slíkum framkvæmdum ef þeim þætti það viðeigandi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information