Fjölmargir skólar á höfuðborgarsvæðinu státa af fallegu og skemmtilegu útvistarsvæði fyrir nemendur. Gott dæmi er leikvöllurinn við Hamraskóla í Grafarvogi. Ég myndi vilja sjá Leiksvæðið við Melaskóla tekið algjörlega í gegn, ný tæki og mýkra undirlag ( sérstaklega við rólur og annað þar sem hætta er á falli ). Í dag er mikið og fjölbreytt úrval leiktækja í boði sem mætti skoða að koma þarna upp.
Melaskóli er einn stærsti grunnskóli borgarinnar. Svæðið í kringum hann er illa nýtt að mínu mati og leiktækin úr sér gengin og fá. Með því að taka svæðið í gegn væri hægt að slá tvær flugir í einu höggi. Fegra umhverfið og bjóða börnunum upp á fjölbreyttari og skemmtilegra leiksvæði.
Melaskólalóðin er búin að sitja á hakanum í fjölda ára og það er mjög brýnt að fara að taka til hendinni þar. Í tengslum við umbætur á lóðinni þarf líka að huga að aðgengi bílaumferðar að skólanum. Í dag skapast stórkostleg slysahætta á hverjum morgni og síðdegi þegar foreldrar eru að skutla og sækja börnin sín í skólann. Víða annar staðar er þetta leyst með nokkur konar drop-off hringtorgi við skólann (t.d. við Fossvogsskóla) sem dregur úr slysahættu og ólöglega lögðum bílum.
Endurbætur á skólalóðinni eru löngu orðnar tímabærar. Lítið sem ekkert hefur verið gert í mörg ár og lóðin í mikilli niðurníðslu og óvistleg. Leiktæki eru fá og henta yngri börnum, ekkert fyrir elstu börnin. Gróður er lítill á lóðinni sjálfri (ekki græna svæðið við Hagatorg) en á árum áður var gott gróðursvæði við suðurenda skólans. Mikilvægt er að laga lóðinn sem fyrst og gera hana vistlegri og skemmtilegri fyrir börnin.
Sjá líka: https://betri-hverfi-vesturbaer-2014.betrireykjavik.is/ideas/2606-endurbaetur-a-melaskolalod
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation