Nota saltvatn í staðinn fyrir klór í sundlaugum Reykjavíkur.
Samkvæmt rannsóknum Dr. K. Thickett við Birmingham Heartlands spítalann getur mikil klórnotkun valdið asthma. Og í rannsóknum Dr. Simone Carbonnelle við kaþólska háskólann í Louvain í Brussel olli mikill klóraðgangur barna svipuðum öndunarvandamálum og við sjáum í reykingafólki. Ég veit hins vegar ekki til þess að saltvatn sé skaðlegt heilsu fólks að neinu leyti.
Ég fæ ofnæmiskast eftir hverja einustu sundferð svo saltvatn væri vel þegið.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation