Hvað viltu láta gera? Hugmyndin er að tengja betur Grandann og Austurborgina með neðansjávarglergöngum sem bæði yrðu mikil samgöngubót fyrir fótgangandi en jafnframt segull fyrir ferðafólk. Göngin lægju frá Örfiriseyjargarði sem liggur til austurs frá Örfirisey og kæmu upp við Ingólfsgarð við Hörpu. Mikilvægt er að göngin séu á nægilega miklu dýpi svo þau trufli ekki umferð skipa en aðgengi fyrir alla sé tryggt með rúllustigum og lyftum. Göngin yrðu nægilega breið til þess að þar gæti verið umferð fótgangandi og fólk sem reiðir hjólin sín og gengur með hlaupahjól. Hvers vegna viltu láta gera það? Grandinn verður sífellt líflegri og þar er fjöldi veitingastaða, söfn og skemmtileg atvinnustarfsemi. Þar eru líka stórmarkaðir sem fjöldi fólks kemur í dag um langan veg á bílum til þess að versla. Með því að tengja Grandann við austur hluta hafnarinnar, Hörpu og Sæbrautina yrði auðveldara fyrir gangandi umferð að fara á milli bæjahluta og sækja vinnu hvort sem er á Grandanum, í miðborginni eða í Borgartúni. Göngin yrðu líka áhugaverður staður að skoða og heimsækja fyrir fjölskyldur og ferðafólk og sú umferð nýtti betur aðstöðu við Hörpu og á Grandanum. Það væri mikil reynsla að geta skoðað sjávarlífið og umferð báta neðanfrá og mögulega mætti bæta við lýsingu eftir þörfum og auka á upplifunina. Reykjavíkurhöfn yrði þannig "hringur" og nýir áfangastaðir til.
Frábær og gagnleg hugmynd.
Þvílík della
Geggjuð hugmynd!
Vá þetta er besta hugmynd sem ég hef séð nokkurn tímann á þessum vettvangi! 😍
Frábær hugmynd
Brjálæðislega skemmtileg hugmynd en örugglega fjári dýrt. En gaman væri það!
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem verkefni hugmyndarinnar er ekki innan verkefna eða valdheimilda Reykjavíkurborgar eða ekki á borgarlandi. Hugmyndin fer áfram sem ábending til skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation