Torg á horni Bankastrætis og Lækjargötu.
Af hverju er Lækjargatan tóm af fólki? Handan Iðu og Jómfrúnnar hverfa gangandi vegfarendur, nema stöku MR-ingur á leið í strætó. Streymið frá Laugavegi liggur niður Bankastræti og þvert yfir í Austurstræti. Ástæðan er hið dauða horn Bankastrætis og Lækjargötu, þar sem nú stendur útitaflið - mannlaust í öllum skilningi. Með því að fjarlægja beðin, runnana og hleðslurnar á horninu mætti hafa þar lítið torg, t.d. með gosbrunni, bekkjum, jafnvel kaffihúsi. Og Lækjargatan myndi opnast, og streyma!
Vandamálið að Lækjargata er ekkert annað en fooking autoban dauðans !
tengist hugmyndinni : Sóðaskapur eða list
Þetta er meiriháttar framkvæmd - til að byrja með væri hægt að setja upp skilit sem vísa á taflið, Mæðragarðinn og fleiri falda reiti á þessu svæði. Og hafa eitthvað um að vera þarna - t.d sýningu á útilistaverkum
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation