Grasrótarmiðstöð í Iðuhúsi
Það er mikil eftirspurn eftir grasrótarhúsi þar sem hópar geta hist og fólk dvalið án þess að vera að kaupa eitthvað. Það er sniðugt að hafa slíkt rými í nánd miðbæjar. Iðuhús er á mjög hentugum stað fyrir slíka starfsemi. Það væri sniðugt að hafa "alternativt" kaffihús og iðju (t.d. bókaskiptingar=bookcrossing) ásamt fundarherbergjum sem fólk gæti pantað endurgjaldslaust fyrir fundi í félögum, unglingar verið að lesa fyrir skólann o.s.frv.
Þetta er frábær hugmynd og ég hef sjálfur oft velt áþekku fyrirkomulagi fyrir mér. Ég er hins vegar á móti tvennu í þessari útfærslu: Í fyrsta lagi ætti Borgin ekki að þurfa að koma að svona fyrirtæki. Í öðru lagi þá getur verið að ódýrari úrræði standi til boða. Jafnvel hafa einhver samtök fengið að hittast á Hverfismiðstöðvum. Þá ættu Skólarnir að vera mun opnari fyrir fundarhöldum félagasamtaka. En þetta er fyrst og fremst hugmynd fyrir drífandi einstakling að hrinda í framkvæmd sem fyrst.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation