Banna umferð hraðbáta og sjókatta í Nauthólsvík

Banna umferð hraðbáta og sjókatta í Nauthólsvík

Banna umferð hraðbáta og sjókatta í Nauthólsvík

Points

Hraðbátar og sjókettir skapa oft mikla hættu í Nauthólsvík, Geldinganesi og á fleiri stöðum þar sem fólk stundar sjósund, kayakróður og almenna útivist. Mjög margir sigla alltof hratt miðað við aðstæður og engin trygging fyrir því að viðkomandi sjái mannshöfuð í sjónum. Það þarf að setja reglur um umferð slíkra tækja í nágrenni við margmenn útivistarsvæði áður en alvarlegt slys verður af þessu. Best væri að banna þetta alveg á þessum stöðum en næstbest að setja hámarkshraða við 6 sml/klst.

Kópavogsmegin við Fossvoginn er önnur af tveimur höfnum Kópavogs. Ekki er hægt að banna umferð báta og skipa þangað en siglingaleiðin liggur framhjá Nauthólsvíkinni.

Ég hef nokkra reynslu af því að sigla seglbátum og aðstoðarbátum á Fossvogi og skil vel þá hættu sem skapast þegar bátar á mikilli ferð eru á siglingu innan um fólk á sundi. En það er ekki eina hættan sem skapast við sjósund. Á hverju sumri þarf að draga fjölmarga sundmenn, sem eru með krampa eða dauðuppgefnir, um borð í báta og koma þeim í land. Það er því hætt við að dauðsfall verði í sjósundi verði að þessari tillögu.

Neon litaðar sundhettur.þar til baujur verða settar upp.

Næg önnur svæði í nágrenni Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga þar sem hraðbátar og sæþotur geta verið öðrum að skaðlausu. Vægast sagt fáránlegt ef ekki klárlega heimskulegt að leyfa umferð þessara farartækja innan um siglingafólk á seglbátum og kajökum og sjósundfólk. Veit ekki betur en að umferð þessara farartækja sé bönnuð á þessu svæði en því hefur verið slælega fylgt eftir. Oft á tíðum dapurlegt að horfa uppá vitleysinga á sæþotum haga sér eins og geðsjúklinga á þessu svæði!

Hræðileg upplifun alveg að vera í sjónum þegar kettirnir eru á ferðinni.

Það voru settar upp baujur fyrir nokkrum árum en þær reyndust ekki gera sitt gagn. Bæði var sjósundfólk á sundu utan þeirra og leiðbeinendur á siglinganáskeiðum neyddust til að fara innfyrir baujurnar til að sækja börn á siglinganámskeiðum sem rekið hafð inn fyrir baujurnar. Hvað geðsjúklingana á Sæköttunum varðar þá hefur reynst mér afar vel að benda þeim á hættuna sem stafar af því að þeytast þarna um. Um leið og þeir átta sig á henni hægir stórlega á þeim.

Siglingar hafa verið kenndar á innfjörðum Skerjafjarðar í marga áratugi, þar á meðal í að miklu leyti í Nauthólsvíkinni. Þrír aðilar eru með starfsemi þar sem siglingar eru kenndar við víkina og þar sem börnum er kennt að sigla eru að sjálfsögðu hafðir öryggisbátar með í för til að tryggja öryggi barnanna. Sjósundfólki hefur svo farið fjölgandi þarna á undanförnum árum og vissulega skapast þarna ákveðið vandamál, hvorki sjósundfólk né þeir sem kenna siglingar vilja að þarna verði slys. En það eru tvær hliðar á þessu máli og leiðinlegt ef þarf að fara út í að víkja annarri hvorri starfseminni frá þar sem bæði eru þetta hollar og góðar íþróttir. Sjósundfólk er gjarnan illsjáanlegt og syndir langt út á víkina þar sem siglingakennsla er í gangi. Það þarf ekki nema eitt barn að velta bátnum sínum og sjósundmaður (með silfurlita eða bláa sundhettu og nánast ógreinanlegur) að vera á milli þess og öryggisbátsins þegar hann reynir að komast sem fyrst til barnsins og ekkert okkar vill lenda í því, hvorki syndandi né á bát. Hér er vissulega þörf á aðgerðum, en er sanngjarnt að ætla að bola burtu siglingakennslu sem þarna hefur verið í áratugi eða er hugsanlega hægt að setjast niður og afmarka svæði fyrir báða aðila svo ekki hljótist slys af. Sjókettir og aðrir leikmenn eru svo annað mál sem siglingamenn hafa oft haft áhyggjur af, ökumenn öryggisbáta hafa þá gjarnan stoppað fólk á sjóköttum og bent þeim á að fara utar á Skerjafjörðinn því þarna séu bæði börn að sigla og sundfólk í sjónum. Öryggisbátar siglingafélaganna hafa einnig bjargað ansi mörgum sjósundköppum sem synda lengra en þeir ráða við og hanga með krampa utan í baujum og bátum sem tilheyra í flestum tilfellum starfsemi siglingakennslu. Nú vil ég hvetja sjósundfólk til að nota áberandi sundhettur og halda sig skynsamlega nálægt landi svo það komist alltaf örugglega í land ef líkaminn fer að þreytast en þá eru líka minni líkur að vera í leið bátaumferðar. Þá vil ég hvetja ökumenn báta til að fara með gát og fylgjast vel með sjósundfólki og fara ekki of nærri þeim (hægt er að benda þeim með vinsamlegum hætti á hættur þess að synda þar sem siglingakennsla fer fram). Það er von mín að þetta verði leyst með skynsamlegum hætti sem allir geta verið sáttir við.

Flokkun hugmyndar breytt eftir yfirferð hjá starfsfólki fagsviðs.

Siglingar hafa verið kenndar á innfjörðum Skerjafjarðar í marga áratugi, þar á meðal í að miklu leyti í Nauthólsvíkinni. Þrír aðilar eru með starfsemi þar sem siglingar eru kenndar við víkina og þar sem börnum er kennt að sigla eru að sjálfsögðu hafðir öryggisbátar með í för til að tryggja öryggi barnanna. Sjósundfólki hefur svo farið fjölgandi þarna á undanförnum árum og vissulega skapast þarna ákveðið vandamál, hvorki sjósundfólk né þeir sem kenna siglingar vilja að þarna verði slys. En það eru tvær hliðar á þessu máli og leiðinlegt ef þarf að fara út í að víkja annarri hvorri starfseminni frá þar sem bæði eru þetta hollar og góðar íþróttir. Sjósundfólk er gjarnan illsjáanlegt og syndir langt út á víkina þar sem siglingakennsla er í gangi. Það þarf ekki nema eitt barn að velta bátnum sínum og sjósundmaður (með silfurlita eða bláa sundhettu og nánast ógreinanlegur) að vera á milli þess og öryggisbátsins þegar hann reynir að komast sem fyrst til barnsins og ekkert okkar vill lenda í því, hvorki syndandi né á bát. Hér er vissulega þörf á aðgerðum, en er sanngjarnt að ætla að bola burtu siglingakennslu sem þarna hefur verið í áratugi eða er hugsanlega hægt að setjast niður og afmarka svæði fyrir báða aðila svo ekki hljótist slys af. Sjókettir og aðrir leikmenn eru svo annað mál sem siglingamenn hafa oft haft áhyggjur af, ökumenn öryggisbáta hafa þá gjarnan stoppað fólk á sjóköttum og bent þeim á að fara utar á Skerjafjörðinn því þarna séu bæði börn að sigla og sundfólk í sjónum. Öryggisbátar siglingafélaganna hafa einnig bjargað ansi mörgum sjósundköppum sem synda lengra en þeir ráða við og hanga með krampa utan í baujum og bátum sem tilheyra í flestum tilfellum starfsemi siglingakennslu. Nú vil ég hvetja sjósundfólk til að nota áberandi sundhettur og halda sig skynsamlega nálægt landi svo það komist alltaf örugglega í land ef líkaminn fer að þreytast en þá eru líka minni líkur að vera í leið bátaumferðar. Þá vil ég hvetja ökumenn báta til að fara með gát og fylgjast vel með sjósundfólki og fara ekki of nærri þeim (hægt er að benda þeim með vinsamlegum hætti á hættur þess að synda þar sem siglingakennsla fer fram). Það er von mín að þetta verði leyst með skynsamlegum hætti sem allir geta verið sáttir við.

Þetta er mjög gott og skynsamlega orðað innlegg hjá Önnu Ólöfu og er ég sammála flestu sem þar kemur fram. Takk fyrir það. Það sem fyrir mér vakir er einmitt að fá fram umræður og að fólk hugsi um þetta mál. Kannski var upphaflegt erindi ekki nógu nákvæmlega orðað hjá mér en það var aldrei mín hugmynd að siglingaklúbbarnir ættu að víkja. Mér finnst þvert í móti að þeir séu vel staðsettir þar sem þeir eru og ekkert nema gott um þá að segja. Ég hef sjálfur ekki séð fólk frá siglingaklúbbunum fara óvarlega. Ég var að gagnrýna aðra umferð sem þarna er, bæði á hraðbátum og sjóköttum. Ekki síst við Geldinganes þar sem kayakræðarar halda sig gjarnan. Það er ekki rétt sem kom fram í rökum á móti að Nauthólsvíkin sé hafnarsvæði. Eingöngu höfnin sjálf innan hafnarmynnis telst hafnarsvæði og þar gilda reglur um hámarkshraða en utan hafnarinnar eru engar slíkar reglur. Ég er búinn að kynna mér það vel og á bréf frá hafnastjórn um það. Sjósundfólk (þar á meðal ég) þarf líka að taka sig á og sú umræða er í gangi innan sjósundfélagsins.

Rétt er það að Nauthólsvíkin er ekki lengur hafnarsvæði. Hún var lengi vel flughafnarsvæði og tilheyrði sem slík flugvellinum í Reykjavík en ekki undir Faxaflóahafnir. Í dag er Nauthólsvíkin sjálf lokuð og engum bátum fært þar inn því vil ég frekar tala um Fossvoginn þar sem enn er umferð sjókatta og annarra báta. Um Fossvoginn liggur eina aðkoman að annari af tveimur höfnum Kópavogs þ.e. framhjá Nauthólsvíkinni og því er umferð vélknúinna báta óumflýjanleg á Fossvogi. Af þeirri einföldu ástæðu er ekki hægt að banna umferð báta á Fossvogi. Að auki tilheyrir Fossvogurinn bæði Reykjavik og Kópavogi og því þarf samþykki beggja bæjarfélaga til að framfylgja slíku banni. Ég held að það væri nær að skoða ástæður þess að sækettir og hraðbátar koma í Fossvoginn. Ástæðurnar eru tvær. Þar er fólk og eigendur kattanna og bátanna hafa gaman af því að sýna sig og græjurnar. Hins vegar er það aðgengi til að sjósetja hraðbáta og sæketti er í nágreninu, í Kópavogshöfn á Kársnesi (það er lokað fyrir það í Fossvogi) og einnig í höfninni á Seltjarnarnesi. Ef hægt væri að koma í veg fyrir að hægt sé að sjósetja sæketti og hraðbáta á þessum stöðum mun stórlega úr umferð þeirra á Fossvogi.

Það er vel hægt að afmarka siglingaleiðina inn í litlu höfnina gegnt Nauthólsvík þannig að hún liggi með landinu að sunnanverðu (Kópavogsmegin) Afmarkaðar og/eða aðgreindar siglingaleiðir eru víða til .Það mundi minnka hættuna til muna þar sem siglingafólk og sjósyndarar halda sig mest að norðanverðu. Kópavogur og Reykjavík geta líka komið sér saman um reglur fyrir Fossvoginn sem t.d. gætu bannað umferð sjókatta.

Það er engin leið að banna þessa umferð þar sem þetta er hafnarsvæði, þeir sem ákveða að synda þarna út í sjó á hafnarsvæði á meira dýpi en 2 metrar gera það á eigin ábyrgð. Á hinn bóginn má benda á að á hafnarsvæðum gilda hraðatakmarkanir fyrir vélknúna báta og sjóketti sem eru oft ekki virt þarna. Í raun er álíka gáfulegt að synda þarna eins og á Viðeyjar- og Engeyjarsundi. Eini munurinn er að þarna eru ekki eins stór skip/bátar á ferð.

Eitt verður að athuga. Þrjú siglingafélög eru á þessu svæði og hafa verið þar í all mörg ár. Siglingafélögum fylgja bátar á sjó. Hins vegar hefur sjósundfólk bæst í hópinn og hefur í mjög litlu mæli reynt að gera sig áberandi í sinni iðkun, synda jafnvel langt út fyrir sín þolmörk og oftar en ekki hef ég séð slöngubátana sækja örmagna sundfólk langt úti í víkinni. Ég er því handviss að einhverjir bátanna hafa bjargað aðframkomnum. Afmörkuð svæði og áberandi fatnað á sundfólkið! Allir sáttir.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information