Listaháskóla í stað stjórnsýsluhverfis
Jöfnum stjórnsýsluhverfið á bakvið Arnarhól við jörðu og reisum þar veglegan Listaháskóla - jafnvel að útvíkka hann í „Háskóla hinna skapandi greina“, en skapandi greinar eru næstmikilvægasta útflutningsvara þjóðarinnar á eftir fiski. Stjórnarráðið getur hæglega flutt starfssemi sína á Álftanesið, sem er hvort sem er komið í faðm ríkisins. Íbúar þar myndu njóta góðs af að þjónusta bjúrókratanna. MIðbærinn í Reykjavík yrði hundrað sinnum skemmtilegri, jafnt fyrir íbúa sem ferðamenn.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation