Gjaldtaka fyrir notkun nagladekkja
Meðan borgaryfirvöld láta ekki moka stofngötur daglega og húsagötur amk 2var í viku og strax daginn eftir ofsaveður þar sem snjóað hefur mikið er nauðsyn að vera með nagladekk undir bílunum. Þetta er fyrsti veturinn sem ég er með naglalaus vetrardekk undir bíl í ca 30ár og bíllinn rennur bara á svellinu. Nei, nagladekk er öryggisatriði sem allir þurfa að hafa undir bíl sínum til að varna árekstrum og öðrum umferðaóhöppum að vetri til.
Með þessari hugmynd vaknar sú spurning hver eigi að sinna eftirliti með þessari reglu? Eftirlitið sem þetta kallar á er tíma og mannaflsfrekt, sem og erfitt í framkvæmd. Einnig vaknar spurningin hvað þeir fjölmörgu sem sækja vinnu til borgarinnar eigi að gera?
Þó svo að nagladekk séu að mestu óþörf á höfuðborgarsvæðinu, þá eru margir sem fara mikið út úr bænum í bústaði og annað og þá felst meira öryggi í að vera á nagladekkjum.
Nagladekk slíta götunum margfallt á við naglalaus dekk en notendur nagladekkja borga ekkert aukalega fyrir það. Í Oslo er lagt sérstakt nagladekkjagjald eða ca. 60 þús. fyrir veturinn og aðrir en þeir sem borga gjaldið mega ekki vera á nöglum á borgarsvæðinu. Þetta gjald kemur á móts við viðgerðarþörf eftir nagladekkin. Ef niðurstaðan verður sú að örfáir komi til með að nota nagladekk eftir þessa gjaldtöku þá er það algjörlega frábært og skilar sér í minna viðhaldi og betra andrúmslofti í borginni.
Þeir sem velja að aka um á nagladekkjum eru um leið að ráðstafa peningum úr sameiginlegum sjóðum borgarbúa fyrir sig sjálfa. Þeir sem þurfa að borga hafa hins vegar ekkert um það að segja hvort einhver ekur um á nagladekkjum eða ekki. Látum þá borga sem vilja aka um á nagladekkjum - það kostar peninga.
Stöðumælaverðir gætu séð um eftirlit.
borga auðvitað bara gjaldið enda fylgir því mikill kostnaður að aka á nagladekkjum og eðlilegt að þeir borgi sem stofna til kostnaðarins. Annars geta þeir bara flutt í bæinn en það kostar auðvitað ennþá meira vegna hærra húsnæðisverðs.
Fyrir þá sem lítið fara út fyrir borgarmörkin get ég vel tekið undir þá hugmynd að nagladekk séu óþörf. Hins vegar er það svo að ákveðinn hluti borgarbúa sækir (mis) mikið út á land að vetri jafnt sem sumri í aðstæðum þar sem öryggi ætti að vera í fyrirrúmi. Rannsóknir hafa ekki getað sýnt með ótvíræðum hætti að önnur dekk séu öruggari þótt önnur dekk geti staðið á pari við þau ónegldu. Það á ekki að gera borgarbúum að greiða aukagjald til að tryggja öryggi sitt utan hennar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation