Göngubrú eða gönguljós yfir Kringlumýrarbraut
það eru gönguljós milli kringlusvæðis og verslunarkjarnans þar sem bakarameistarinn , gönguljós ivð stóru gatnamótin við kringluna, umferðarbrú við bústaðaveg , man ekki með gönguleiðir á henni hvort þær eru báðum eða örðum megin
Hugmyndin er að setja göngubrú yfir Kringlumýrarbrautina á kaflanum milli gatnamóta Kringlumýrarbrautar og MIklubrautar og Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar. Hægt væri að setja strætóstopp sitt hvoru megin við brúnna til að auðvelda almenningssamgöngur í hverfinu...
Það vantar algjörlega að bæta samgöngur fyrir gangandi vegfarendur yfir Kringlumýrarbrautina. Krakkar sem stunda íþróttir hjá Fram en búa hinum megin við Kringlumýrarbrautina eru bara í stór hættu við að komast til og frá æfingum. Skil ekki afhveju það er ekki löngu búið að tengja saman þessi hverfi annaðhvort með Göngubrú eða gönguljósum.
Ef maður skoðar bæði 105 og 108 þá er hægt að fara í allar áttir yfir stofnæðar frekar örugglega annaðhvort með því að fara yfir göngubrú eða gönguljós. Fyrir utan eina átt og það er á milli hverfanna. Með því að setja Göngubrú yfir Kringlumýrabrautina milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar værum við að stórauka öryggið fyrir gangandi vegfarendur og myndi það stoppa þá freistingu sem það er að hlaupa yfir miðja brautina og fara yfir girðinguna.
Miklabraut og Kringlumýrarbraut eru með þyngstu umferðargötum í Reykjavík og fullkomlega biluð hugmynd að tefja umferð frekar með gönguljósum. Hins vegar er sjálfsagt að íhuga göngubrú eða (enn frekar) undirgöng fyrir hjólandi og gangandi umferð. Hef búið víða í Evrópu þar sem undirgöng eru algeng, vinsæl og örugg. Skora á umferðar- og skipulagsdeildir RVK-borgar að endurskoða andstöðu sína við undirgöng. Með lýsingu og myndavélum er hægt að tryggja öryggi notenda.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation