Göngu- og hjólastígur frá Vesturbergi að Arnarbakka við Jörfabakka.

Göngu- og hjólastígur frá Vesturbergi að Arnarbakka við Jörfabakka.

Stígurinn frá Vesturbergi að Arnarbakka á móts við Jörfabakka verði látinn liggja í norður meðfram Arnarbakkanum um það bil 80-100 metra. Núverandi gangbraut yfir Arnarbakkann, móts við Jörfabakka verði færð að gatnamótum Arnarbakka og Írabakka. Þetta verði gert til þess að stemma stigu við umferð gangandi og hjólandi yfir túnblettinn við Jörfabakkablokkina. Önnur lausn gæti verið að Borgarverkfræðingur girti lóðina okkar með frambærilegri og mannheldri girðingu.

Points

Malbikaður stígur frá Vesturbergi að Arnarbakka veldur okkur íbúum að Jörfabakka 2-16 miklum áhyggjum. Nú eru nefnilega gangandi og hjólandi vegfarendur farnir að stytta sér leið yfir grasflötina við blokkina okkar. Fyrir nokkrum árum var steypt ný gangstétt við bakkann okkar og Borgarverkfræðingur fór fram að að girðingin okkar yrði fjarlægð á meðan á framkvæmdum stæði.Girðingin var aldrei sett upp aftur og fólk á greiða leið yfir túnið okkar. Þó nokkur hávaðamengun er þessu fylgjandi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information