Að settar verði upp körfuboltakörfur á lóðinni við gamla Stýrimannaskólann við Öldugötu, t.d. utan á spennistöðina.
Við gamla Stýrimannaskólann við Öldugötu (þar sem Vesturbæjarskóli var til húsa) er gamall samkomustaður krakka í hverfinu. Þegar Vesturbæjarskóli var þarna börðumst við krakkarnir fyrir því að fá mörk og einnig körfur sem fyrst í stað voru settar á spennistöðina. Núna er þarna sparkvöllur sem er hið besta mál en engar körfur. Einu körfurnar í hverfinu eru í Vesturæjarskóla við Framnesveg og raunar er það ekki góð aðstaða. Það væri gott mál að fá aftur e-a körfuboltaaðstöðu í gamla Stýró!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation