Hvað viltu láta gera? Minnka hljóðmengun frá Bústaðarveg og Kringlumýrarbraut. Helst í samráði við Kópavogsbæ þar sem hljóðmengun virðist vera að aukast með tilkomu hárra bygginga í Lundi og við Nýbýlaveg. Með gróðri eða öðru, væntanlega til margar leiðir til að minnka hljóðmengun. Hvers vegna viltu láta gera það? Upplifi að hljóðmengun sé vaxandi vandamál
Skerma hverfið eins og gert var við Stigahlíðina. Það virðist mér gera talsvert gagn. Hvinur frá nagladekkjum á bílum er meiri en þarf að vera.
Umferðarniður er verulegur í hverfinu mikilvægt að bæta hljóðvist eins og kostur er
Aukinn hljóðmengun með hverju árinu, umferðaþunginn orðinn svo mikill á Bústaðavegi og Kringlumýrarbraut
Það kostar nú ekki mikið að að planta trjám meðfram Kringlum+yrarbrautinni og rímar alveg við kolefnisjöfnunaráform borgarinnar.
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Skipulagsferill þessar hugmyndar væri of langur fyrir tímaramma verkefnisins eða hugmyndin samræmist ekki gildandi skipulagi á svæðinu. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Önnur hugmynd sem kom inn í hugmyndasöfnun fyrir Hlíðar sem felur í sér að gróðursetja á umræddu svæði komst áfram og mun standa til boða á fundi íbúaráðs Miðborgar og Hlíða á fimmtudaginn næstkomandi þann 20. maí milli kl. 17-19 þar sem valdar verða 20 af þeim hugmyndum sem verða á kjörseðli hverfisins í kosningunni í haust. Hér er hlekkur á facebook event fundarins sem verður opinn og streymt beint: https://www.facebook.com/events/950529515775273/. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation