Næstum því næturstrætó.

Næstum því næturstrætó.

Hugmyndinn felst í því að hafa strætó endurgjaldslausann frá klukkan 21:00/01:00 á föstudögum og laugardögum.

Points

Ef að strætó væri ókeypis frá klukkan 21:00/01:00 föstudögum og laugardögum þá gæti það minkað líkur á ölvunarakstri því að fólk tekur strætó í bæinn og skilur bílinn eftir heima. Auðvitað myndi ekki allir gera þetta en það væru einhverjir. Ef að bara einn stútur myndi taka strætóinn þá værum við búinn jafnvel að bjarg manslífi. Aðrir skilja bílana sína eftir niðri í bæ eftir djamm en þá eru þeir að teppa stæðinn. Ég tel þetta góða hugmynd sem væri vert að prufa í sumar.

Þó að kannski ekki sé æskilegt til langframa að hafa frítt í næturstrætó, þá myndi það fela í sér mjög góða kynningu. Þegar þjónustan hefur fengið góða kynningu mun eftirspurnin væntanlega myndast, og svo standa undir sér.

Byrja á því að segja hugmyndin er góð, en... Hvaða "komplexar" eru þetta í okkur íslendingum að vilja ekki borga fyrir að nota Strætó? Okkur finnst það sjálfsagt að borga 350 fyrir allt annað, en þegar kemur að því að nota Strætó þá finnst okkur að það ætti að vera ókeypis, kannski er það vegna þess að fólk ber litla virðingu fyrir þeirri starfstétt, ég velti þessu fyrir mér stundum!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information