Upphitað strætóskýli til prófunar
Rétt - en það heldur ekki vindi frekar en önnur.
Strætóskýlin sem voru hönnuð fyrir reykjavík voru hönnuð að dönskum stíl og að danskri veðráttu. Þau halda ekki einu sinni vind. Það þarf í fyrsta lagi að koma með flotta lausn að lokuðum skýlum og í öðru lagi að hægt sé að hafa þau upphituð á veturna þegar veðrið er sem verst. Hugmyndin mín er að setja upp upphitað prufuskýli t.d. við Skeifuna eða annarsstaðar þar sem strætó umferð er mikil.
Ég styð þetta af heilum hug. Ef borgarfulltrúar tækju strætó á veturna þá væri fyrir löngu búið að breyta þessu til hins betra. Mér finnst líka að fjölga ætti skýlum og hafa þau a.m.k. hálf lokuð, bæði vegna kulda og trekks en einnig öryggisins vegna þegar ferðast er með leikskólabörn.
Það eru uþb 2 ár síðan þetta var prófað á strætóskýli við Háskóla Íslands og ég held að það sé enn upphitað á köldum vetrardögum. Það væri vissulega gaman að sjá hvernig það hefur reynst og hver upplifun fólks hefur verið af því.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation