Bæta kortagrunn borgarinnar v. virkra ferðamáta
Borgin hefur sett upp hjólabogar til dæmis úr þykkum stálrörum oft máluð græn sem henta til að læsa stell reiðhjóla við. Ef maður er á reiðhjóli sem maður er hræddur um að missa vill maður læsa stellið að einhverjum fastan hlut. Hjólabogar, ljósastaurar, girðingar. En það vantar upplýsingar á kortum borgarinnar um hvar stæðin, hönnuð eða "ad-hoc" eru að finna.
Það vantar að skilgreina þveranir sem gangandi, fólk í hjólastól og hjólandi nota yfir götur í kortagrunninum LUKR, eða þá að þetta birtist ekki í Borgarvefsjá. Manni sýnist þetta gilda um formlegar gangbrautir og sömuleiðis leiðir þar sem menn þvera eðlilega til dæmis við gatnamótum þótt ekkert sérstakt hafi verið gert. Þetta þýðir að kortagrunnunurinn er ófullkominn, og þjónar verr tilgangi sínum með lýsa landslagi og sérstaklega _samhangandi_ samgöngunet virkra samgöngumáta.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation