Þjónustumiðstöð í gamla Vörðuskólann!
Reykjavíkurborg er eigandi Vörðuskóla á Skólavörðuholtinu - sem vissulega nýtist Iðnskólanum í dag. Sú hugmynd hefur verið til í nokkurn tíma innan kerfisins að flytja Þjónustumiðstöð Miðborgar-og Hlíða í Vörðuskóla en það held ég að myndi víkka starfsemina mikið út og tengja menningarsamfélaginu á Skólavörðuholtinu. Tala nú ekki um ef Spennistöð OR við hlið Austurbæjarskóla yrði að félags og menningarmiðstöð! (Þarf að nýta alla bygginguna fyrir Iðnskólann í Reykjavík?) Skjólstæðingum til góðs!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation