Rétt skráning barna og foreldra

Rétt skráning barna og foreldra

Reykjavíkurborg heldur enga skrá utan um hverjir eru foreldar í Reykjavík. Ástæðan er sú að borgin sækir aðeins lögheimilisupplýsingar til Þjóðskrár. Börn og foreldrar eru því ekki rétt tengdir saman í Stafrænni Reykjavík. Ef barn er ekki með lögheimili hjá foreldri sínu (t.d. eftir skilnað foreldra) þá er annað foreldrið skráð sem barnlaus einstaklingur hjá Reykjavíkurborg. Ýmisleg þjónusta miðar við forsjá t.d. leik- og grunnskólar, þjónusta vegna fötlunar(andlegar og líkamlegar) o.s.fr.v.

Points

Sífellt fleiri foreldrar hafa sameiginlega forsjá og jafna umgengni eftir skilnað. Það er eðlilegt og heilbrigt að báðir foreldrar séu jafn vel upplýstir, séu jafn miklir þátttakendur í lífi barnanna, hafi skýran stuðning hjá borginni ef eitthvað bjátar á. Þess vegna er tenging barna við foreldra miðað við forsjá nauðsynlegur. Nýleg lög um skipta búsetu fjalla ekki um þetta og lög eins og grunnskólalög segja að "foreldrar eru þeir sem fara með forsjá barna sinna"

Og það má bæta við þetta að systkin hætta að verða systkin við skilnað foreldra ef þau fá sitthvort lögheimilið. Framfærslan á þeim dettur ekki niður en styrkir fyrir þau detta niður hjá Reykjavíkurborg. Kanski er þetta annað mál, en samt mjög tengt þessu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information