Leið 5 fari árbæinn á kvöldin og um helgar
Ég er orðinn mjög þreyttur á endalausri bið eftir að leið 5 þjónusti árbæinn á kvöldin og um helgar. Ég hef farið með vagninum á kvöld- og helgartíma, en það er dónaskapur að skerða þjónustu á strætóleið á ákveðnum tíma þegar verið er að nota hana á þeim tíma. Ég hef sent bréf til strætó, þar sem ég sagði að þörf er á leið 5 í árbæinn á kvöldin og um helgar og hvað fékk ég? Nú ekur leið 5 um helgar, bara milli Hlemms og sundahafnar. Það er ekki nóg, vagninn verður líka að fara árbæinn.
Leið 5 þarf að fara árbæinn um helgar
Hef margoft hugsað þetta. Þeir sem búa í Árbænum og Norðlingaholti fara ekki í þau fyrirtæki um helgar sem eru á leið 5. Sem dæmi þá íhugaði ég að fá mér kort í ræktina upp í holtagörðum en snarhætti við þegar að ég komst að þvi að það tekur ansi langan tima að komast þangað. Hugleiddi það á tímabili að fá fyrirtækin þarna í lið með mér til að þrýsta á opnun leiðarinar. Margir sem myndi nýta sér þessa leið um helgar ef hún yrði opin.
Ég hef líka tekið eftir því að það eru mun fleiri sem nota leið 5, heldur en leið 19. Mér fannst það nú aðeins of langt gengið hjá Strætó að leggja niður akstur á leið 5 á kvöldin og um helgar. Ég held að stjórn Strætó þurfi líka aðeins að leggja höfuðið í bleyti og hugsa aðeins, áður en breytingar verði gerðar. Þarna var hún ekkert að leggja höfuðið í bleyti. Það fer líka rosalega í taugarnar á mér hversu langt stjórn strætó hefur gengið í að skerða þjónustu strætisvagna. Ég er sem betur fer fegin því að næstu 10 árin á að efla almenningssamgöngur og ég vona að hægt verði að senda leið 5 í árbæ og norðlingaholt á kvöldin og um helgar.
Ég er fullkomlega sammála fyrri ræðumanni. það er strætó 19 sem fer í árbæinn en hann fer ekki nema hálfan árbæinn hann beygir niður í iðnaðarhverfin hjá Egils og fer svo upp aftur sem gerir það að verkum að þeir sem búa í miðjum árbænum þurfi að labba langar leiðir frá strætóskýlinu og auk þess hef ég aldrei séð neinn fara inn eða út úr strætó 19 hjá iðnaðarhverfunum hjá Egils um kvöld og um helgar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation