Upplýsingaveita fyrir skautasvellið á Tjörninni
Þegar veður leyfir er frábært, einfalt og ódýrt að fara á skauta á Tjörninni í Reykjavík. Aðstæður breytast hins vegar skjótt og því þarf að nýta þau tækifæri sem gefast. Til að auðvelda fólki að meta aðstæður til skautaiðkunar legg ég til að settur verði "hnappur" á vefsíðu Reykjavíkurborgar (sbr. fyrir skíðasvæðin) þar sem fram koma helstu veðurupplýsingar ásamt einföldum upplýsingum um stöðuna á svellinu. Mætti þar einnig vísa í símsvara og jafnvel setja upp vefmyndavél. Kjósum líflegri borg!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation