Settir verði broskallar á öll umferðarljós í Breiðholti. Þeir verði settir á bæði rauðu og grænu ljósin. Óvíða er meiri þörf á þessum hressilegu gleðigjöfum en þegar fólk bíður á bílum sínum við umferðarljós - auk þess sem þetta uppátæki myndi vekja jákvæða athygli á hverfinu :)
Broskallar eru uppörvandi og glaðleg nútímafyrirbæri. Allir skilja skilaboðin sem þeir færa - þau snúast um gleði og að sýna jákvæðar tilfinningar. Markaðssetningargildi þessarar hugmyndar er líka ótvírætt þar sem hún myndi vekja afar jákvæða athygli á Breiðholti og jafnvel verða til þess að fólk kíki á rúntinn í þetta glaða og frábæra hverfi. Sjá má ljós af þessu tagi í nokkrum borgum erlendis, á Selfossi og Akureyri - en aldrei í heilu hverfi eða bæjarhluta mér vitanlega.
óþarfa peninga eyðsla
Væri frábært að fá bros á hverju ljósi, er vissum að þetta verkefni færði hverfinu mikla gleði :)
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation